Lokahóf 3.flokks í knattspyrnu fór fram í Týsheimilinu í gær. Þar mættu prúðbúin ungmennin okkar og snæddu dýrindis máltíð ásamt eftirrétti og var vel til matar tekið. Þá voru skemmtiatriði og verðlaunaafhending ásamt pistlum þjálfara um starf flokkanna.
Verðlaunahafar sumarsins voru:
3. flokkur karla
Besti leikmaðurinn: Daníel Már Sigmarsson
Efnilegasti leikmaðurinn: Eyþór Daði Kjartansson
Mestu framfarir: Gísli Snær Guðmundsson
ÍBV-ari: Guðlaugur Gísli Guðmundsson
3. flokkur kvenna
Besti leikmaðurinn: Elísa Björnsdóttir
Mestu framfarir: Inga Birna Sigursteinsdóttir
ÍBV-ari: Elsa Rún Ólafsdóttir
ÍBV óskar þessu efnilega knattspyrnufólki innilega til hamingju með þennan árangur.